föstudagur, janúar 18, 2008

Hádegisæfing - 18. janúar.

Mættir í dag í köldu veðri:
Jói (séræfing), Höskuldur, Fjölnir (kom frá Dubai en var að lækka heimsmarkaðsverð á olíu), Dagur, Oddgeir og Sigrún. Ákváðum að fara Hofsvallagötuhringinn rangsælis frá HLL en það varð nú eitthvað annað. Dagur vildi fara Kaplaskjólsveg og við fylgdum honum nema Fjölnir sem fór Hofsvallagötuna. Fékk þá hinn frái fyrrverandi formaður þá afbragðshugmynd að reyna að hlaupa Fjölni uppi og reyndu hinir félagsmenn að elta hann dágóða stund. Höskuldur fór mikinn og Oddgeir líka en minni sögum fer af Sigrúnu sem skilin var eftir í íséli á hjara veraldar. Tókst Degi svo með ævintýralegum hætti að hlaupa Fjölni uppi við hliðargirðingu suðurenda flugbrautar og mátti sjá glitta í vígtennurnar er hann nálgaðist saklaust fórnarlambið. Sameinuðumst síðan við Nauthólsvík (Kafarann) og flýttum okkur heim, enda klukkan að verða eitt. Þessi æfing breyttist því úr rólegri æfingu í tempó (4 km) og endaði alls í rúmlega 9,3 km.

Góða helgi!
http://www.youtube.com/watch?v=BgoOihBb78w
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta myndband er tær snilld. Ég vissi ekki að Dagur og Guðni væru búnir að þekkjast svona lengi ;o)

Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Jú, jú og alltaf verið svona tæknifrík. Ef ég þekki aðalritarann rétt er þetta bara byrjunin af fornleyfauppgrefti hennar.

GI

Icelandair Athletics Club sagði...

Jú rétt drengir, bara toppurinn á ísjakanu! :)
SBN