Mættir: Fjölnir, Sigurgeir, Dagur, Guðni, Höskuldur, Bryndís, Ingunn og Jói.
Boðið var upp á bland í poka. Jói fór á sína leynilegu "séræfingu", Ingunn fór í átt að Fossvoginum og restin stefndi á Hofsvallagötu-hring. Þegar kom að því að beygja inn Hofsvallagötu þá ákv. Dagur og Höskuldur að fara Frostaskjólið og reyna ná restinni. Þeir náður okkur (Fjölnir, Guðni, Sigurgeir) við dælustöðina eftir að við lengdum/styttum leiðina með því að fara Einarsnes/Skeljanes til að létta á færðinni sem var erfið á stígunum. Hópurinn skokkaði saman að kafarahúsinu þar sem Dagur ákv. að bæta aðeins í. Að lokum endaði þetta í hörku endasprett þar sem Dagur æsti upp Fjölnir og mig til að klára sig 100%. Til að gera langa sögu stutta þá kom Fjölnir á þvílíkum spretti í loka brekkuna einmitt þegar ég hélt að hann væri búinn, sem sagt vanmat að bestu gerð ;o)
Sigurgeir
2 ummæli:
Hér gleymist að minnast á Bryndísi sem fór Suðurgötuna. Hún bætti vel í og ætlaði ekki að láta neinn ná sér sem tókst reyndar svo vel að Sigurgeir sem bloggaði æfinguna steingleymdi henni enda hún löngu komin í sturtu þegar hann drattaðist uppgefinn í mark.
Ákvörðunin um að bæta í eftir kafarann fannst mér frekar koma frá Sigurgeiri sem ætlaði að sýna Fjölni í heimana tvo en sprakk svo í brekkuni, ég tók bara undir. Svona getur þetta verið skrýtið og skemmtilegt.
Biðst afsökunar Bryndís að hafa gleymt þér. Taldi þig upp í mætingu en síðan ekki söguna meir.
Kv. Sigurgeir
Skrifa ummæli