miðvikudagur, janúar 23, 2008

Hádegisæfing - 23. janúar

Góð mæting í dag eftir óveður gærdagsins. Mættir voru: Björgvin, Jói, Ingunn, Dagur, Oddgeir, Höskuldur, Sigurgeir og Fjölnir.
Björgvin var á hraðferð og fór af stað nokkuð á undan öðrum út að dælustöð. Jói fór einnig fyrr af stað út fyrir dælustöð að kassa nokkrum og til baka, Dagur hafði gefið Jóa upplýsingar um að þetta væru um að væri 5 km en samkvæmt nýjustu útreikningum eru þetta um 6 km og Jói því kominn fram úr sínum áætlunum. Ljóst er að hann verður kominn á Hofsvallagötuna innan skamms ef fram fer sem horfir.
Restin af hjörðinni skokkaði í Nauthólsvík. Þar var ákveðið að taka gæðaæfingu 4 x 1.000m spretti og hverjum og einum var úthlutað tímamörkum miðað við aldur og fyrri störf. Ingunn sneri heim eftir fyrsta sprett (við Dælustöð). Fjölnir hálfmeiddur gat ekki beitt sér til fulls og var því sendur á undan vestur eftir til að vera í hlutverki héra/fórnarlambs. Dagur, Höskuldur, Oddgeir og Sigurgeir tóku fyrstu þrjá spretti af feikna krafti út að Hofsvallagötu þrátt fyrir mikla ófærð á stígum vegna grjóts og þara eftir óveðrið. Síðan var hægt á og hlaupið heim á leið þar til kom að Njarðargötu þar sem síðasti spretturinn var tekinn að Valsheimili, þar var hægt á í smástund þar til Sigurgeir rauk upp aftur og tók svokallaðan "eftirsprett" heim að HLL.
Sem sagt fín æfing fyrir alla!
Fjölnir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skv. Degi þjálfara þá áttum við að setja tímana okkur í sprettunum með.

1. 4:10
2. 4:16
3. 4:11
4: 4:36

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

mínir tímar

03.55
04:07
04:05
04:20

kv Hössi

Icelandair Athletics Club sagði...

4:05
4:10
4:08
4:30
kv. Oddgeir