föstudagur, janúar 25, 2008

Hádegisæfing - 25. janúar.

Einungis tveir mætti á meistaraflokksæfingu í dag í miklum snjó og smáéljum á köflum. Þótt Reykjanesbraut loki og flugsamgöngur liggi niðri æfa skokkfélagar IAC og láta engan bilbug á sér finna. Dagur og Sigrún fóru í "sýningarferð" í bæinn. Frá HLL niður Snorrabraut, Laugaveg, Austurstræti, Ráðhús, Hljómskálagarður og yfir brýr og heim. Á köflum var færi þungt og djúpir skaflar sem gerðu það að verkum að undirritaðri leið eins og lítilli stelpu að elta pabba sinn. Stígar voru þó sæmilegir á köflum og náðum við um 6,4 km alls. Hittum svo Óla við HLL en hann hafði verið seinn og á eftir að skila vottorðinu og létum við hann því umsvifalaust taka 35 armbeygjur í beit, í refsingarskyni! Hann fór stutt í dag en fór þó. :=)
Sigrún

Engin ummæli: