fimmtudagur, janúar 24, 2008

Tenging á hlaupadagbókina

Ágætu skokkfélagar.
Langar að benda ykkur á hlaupadagbókina á hlaup.is. Þar er hægt að skrá allar æfingar og fylgjast með hvað hinir eru að gera líka. Ferlega sniðugt!

Kv. Sigrún

Af vef UFA:
"Rétt er að benda hlaupurum og í raun þolíþróttafólki öllu á hlaupadagbókina sem Stefán Thordarson hefur hannað og var opnuð nýlega. Hlaupadagbókin er opin internet-æfingadagbók, þar sem fólk færir inn æfingar sínar og fær yfirlit yfir eigin æfingar og æfingar annarra. Hlaupadagbókin, er ókeypis, og opin fyrir alla, fyrir fólk sem hleypur, gengur, hjólar og / eða syndir, bæði með hollustu og keppni sem markmið. Það er bæði gagnlegt og gaman að vera með í svona æfingadagbók - og því fleiri sem taka þátt, því skemmtilegra. Hægt er að fá allar æfingar (eitt ár í einu) sýndar á Excel sniði"

Tengingin er: Hlaupadagbókin

Engin ummæli: