fimmtudagur, janúar 24, 2008

Hádegisæfing - 24. janúar.

Góð mæting í dag: Már og Höskuldur (Gæslan), Hjörvar, Björgvin Harri, Óli, Dagur, Jói og Sigrún.

Jói fór sína leið en verður samskipa okkur áður en langt um líður. Björgvin og Hjörvar fóru saman aðeins stytta leið sem og Óli, sem ber við meiðslum. Hann þarf þó að sýna gilt vottorð. Dagur, Már, Höskuldur og Sigrún fóru skógræktarhringinn frá HLL á þægilegum hraða og það sýndi sig fljótlega að fyrrverandi formaður hefur eignast bandamann/jafningja á æfingunum í nýliðanum Má, sem var í engu eftirbátur Dags í brekkum. Höskuldur kaus að taka brekkurnar rólega með Sigrúnu, sem fer að eiga harla bágt í samneyti við þessa frísku öðlingspilta.
Snjór var nokkuð mikill, sérstaklega inni í skógi, en veður fallegt og stillt með sól á seinni hluta æfingar. Alls rúmir 7 km.
Sigrún

Engin ummæli: