mánudagur, janúar 28, 2008

Hádegisæfing - 28. janúar

Mættir: Dagur, Sigurgeir, Fjölnir, Ingunn, Jói, Höskuldur og Már (kópavogsbúi). Ingunn fór nokkra bláa-hringi í Öskjuhlíðinni. Jói fór í átt að Fossvogi enda fallegt útsýni á hægri hönd, þ.e. Kópavogur ;o) Restin fór Hofsvallagötuna á góðu tempói. Árshátíðin bar á góma þó svo að menn mundu mismikið eftir henni eða hverja þeir hittu.

Minni á æfingu hjá Stefáni kl. 17:15 á fimmtudaginn.

Sigurgeir

Engin ummæli: