Gæðaæfing tekin í dag og frábær mæting: Jói (séræfingar í skógi), Björgvin Harri, Óli, Dagur, Oddgeir, Guðni, Höskuldur, Már (Hérinn), Anna Dís og Sigrún.
Hituðum upp í skóginum og síðan tóku við brekkuhlaup og gátu menn valið 4-6 spretti í brekkunni (þeirri malbikuðu). Skokkuðum síðan niður gömlu brekkuna rólega á milli og þeir hörðustu fóru 6 en hinir 5 eða 4. Söfnuðumst síðan saman í niðurskokki og fórum niður fyrir Öskjuhlíð á stíg þar sem hópurinn hljóp saman í hnapp þar til ca. 400 m voru eftir og áttu menn að gefa í af eigin afli og skapsmunum og klára upp á topp í brekkunni. Fældist þá einn gæðingurinn og hljóp undan sér, út úr brautinni, og hefur síðan fengið viðurnefnið "Hérinn". Sýndist þá og sannaðist að kapp er best með forsjá og stundum er betra að fara hægar yfir en fara þó. :)
Allir fengu þó góða æfingu út úr þessu og veðrið lék menn grátt á köflum með miklu hagléli. Skemmtileg æfing!
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli