þriðjudagur, janúar 08, 2008

Hádegisæfing - 8. janúar

Mættir : Hjörvar, Sveinbjörn, Jón Mímir, Sigurgeir, Dagur, Guðni og Höskuldur. Á dagskránni voru brekkusprettir í Öskjuhlíðinni, sem voru kláraðir með glæsibrag. Rólegt á morgun enda Powerade Vetrarhlaupið á fimmtudaginn.

Menn voru yfirlýsingaglaðir á nýju ári. Hjörvar ætlar að vera fljótari en Jón Mímir. Sigurgeir ætlar að hlaupa hraðar en eiginkonan eða 10km/42:23. Guðni ætlar að sá til þess að Jens muni ekki sigra sig afur í keppnishlaupi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sagði þetta reyndar ekki. Sagðist bara hafa strengt eitt áramótaheit og Jens kæmi þar við sögu.

GI

Nafnlaus sagði...

Shit...sagði ég þetta! Áttu ekki allir að koma með markmið og svo opinbera þau?

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Svona upplifði ég æfinguna:
jonmimir.motionbased.com

kv.
mímir

Icelandair Athletics Club sagði...

Greinilegt er að orðvendni er nauðsynleg í þessum hópi en athygli vekur þó að nafnlausi bloggarinn virðist rekald, þegar að markmiðasetningu kemur!

Sigrún (með leynimarkmið)

Nafnlaus sagði...

Við þetta má bæta að Hjörvar ætlar sér að verða helskafinn og það fyrir árshátíð.