Ég er með stafla af Runners World blöðum sem ég væri afar hamingjusamur að losna við. Datt í hug að bjóða þau félögum hlaupaklúbbsins. Lysthafendur vinsamlega sendið póst á: gigjajon@mi.is. Er annars á leiðinni á haugana ef ekki vill betur til, sem mér þætti miður.
Kær kveðja, Jón Hjartar
2 ummæli:
Fyrir nokkrum árum gerði stjórn klúbbsins tilraun með leshring, þar sem hlaupatímarit voru send í co-mail milli meðlima skv. lista. Sú tilraun mistókst, blöðin bárust ekki á milli manna og glötuðust.
Væri ekki ráð að endurtaka þessa tilraun, t.d. með blöðunum hans Jóns. Þessi blöð eru sígild.
Í öllu falli finnst mér að stjórnin ætti að þiggja boð Jón og taka við blöðunum.
Málið er í vinnslu.
Formaðurinn
Skrifa ummæli