þriðjudagur, febrúar 05, 2008

ASCA-fréttir og fleira

Ágætu skokkfélagar.
ASCA Cross Country 2008 verður á Ítalíu helgina 11.-13. apríl nk. Ákveðið hefur verið að senda bæði kvenna og karlalið til þátttöku og verður úrtökumót fyrir keppnina haldið í Öskjuhlíð þann 6. mars kl. 17.15. Svipað fyrirkomulag verður og undanfarin ár en nánari upplýsingar verða veittar er nær dregur.

Minnum á að í hádeginu á fimmtudögum fer Oddný (hópadeild) með byrjendur í létt skokk/göngu og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við hana eða mæta og njóta hollrar og góðrar útivistar.

Einnig er vert að geta æfinga á fimmtudögum kl. 17.15. Þá mætir Stefán þjálfari og býður meðlimum FI skokk upp á gæðaæfingar þar sem tekinn er fyrir hlaupastíll, tækni, hraði og fleira. Allir velkomnir.
Stjórn IAC

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það sem skiptir náttúrulega megin máli í þessu samhengi er hvað eru mörg sæti í boði í liðið fyrir ASCA. Ef þau eru fá legg ég til að úrtökumótinu verði breytt í 60 m sprett.
Kv. Elvis P.

Icelandair Athletics Club sagði...

Sæll Elvis.
Í fyrra voru 7 sæti í karlaflokki og 4 í kvennaflokki og mikil barátta var um sæti í liðinu. Þú mátt hinsvegar skila til vinar þíns BH að hann geti hlaupið síðustu 60m hvers kílómeters á harðaspretti og sjáum hvert það skilar honum.
Kv. Sigrún

Icelandair Athletics Club sagði...

Síðan má bæta við gesti í bæði kvenna og karlalið. Það þýðir að 5 konur og 8 karlar keppa fyrir Icelandair, einn aðili í hvoru liði er merktur sem gestur.