þriðjudagur, febrúar 05, 2008

4 bláir taka 4 bláa

Fjórir bláklæddir, Björgvin, Fjölnir, Guðni og Hjörvar tóku gæðaæfingu undir stjórn Guðna. Farið var mjög rösklega 4 bláa hringi en sá blái er 850m hringur í Öskjuhlíðinni. Sprett var alla leið og hvílt á milli. Hitað upp og skokkað niður í hlíðinni. Samtals 7k.

Guðni

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Raunir spretthlauparans.
Í minni heimasveit var æft spretthlaup, þar voru vegalengdir frá 60-200 m sem þótti svona í það lengsta. Alveg magnað að mæta sjálfviljugur á æfingar "trekk oní hvað" eins og frænka mín sagði hérna um árið þar sem æfðir eru "SPRETTIR" sem eru 850 "fokkings" metrar. Já og taka svo 4 svoleiðis af því að það er svo gaman..... Sennilega er ekki hægt að kalla 850 metra langhlaup, en í það minnsta millivegalengd. Just FYI, 850 METRAR er EKKI SPRETTUR.
Kveðja frá Steypireyðnum sem er ennþá móður kl. 14:45