miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Öskudagsferð um miðbæinn

Björgvin, Fjölnir og Guðni ásamt tveimur stúlkum sem reyndu að láta lítið fara fyrir sér og tóku séræfingu. Piltarnir hlupu vestur í bæ að Hofsvallagötu (smá freaky brá fyrir þegar komið var inn á Brávallagötu). Framhjá æskuslóðum Guðna og niðrí bæ í öskudagsstemmningu. Engin gaf okkur nammi enda vildi Elvis ekki taka lagið. Skólavörðustígurinn tekinn vegna fjölda áskorana og svo heim. Samtals 6,66k

Guðni

Engin ummæli: