miðvikudagur, febrúar 27, 2008

"Carboloading"

Nauðsynlegt er að nærast vel á undirbúningstímabilinu. Þess vegna hef ég ákveðið að verða við óskum nokkurra félagsmanna um góðan "carbo" rétt.

Spaghettí með ofnbökuðum tómötum og túnfiski

Hráefni:
1 askja kirsub. tómatar-skornir í tvennt
1 búnt vorlaukur-smátt skorinn
5-6 hvítlauksrif-smátt skorin
ca. 1/2 bolli extra virgin ólífuolía
salt og pipar úr kvörn, e. smekk
500 linguini (ítalskt úr Hagkaup)
ca. 8 sólþurrkaðir tómatar, skornir smátt (Sacla)
Túnfiskur í olíu (Callipo, Hagkaup) 1 krukka
1/2 bolli capers, stærri gerð
1 stór lúka steinselja
rifinn Parmesan ostur (ferskur)

Aðferð:
Látið kirsub.tómatana í eldfast mót, skorna
Strá vorlauk yfir og hvítlauk, saltið, hellið olíunni yfir og bakið v. 200°C í 20 mín.
Sjóða pasta "al dente"
Annað hráefni sett í skál og blandað saman
Bökuðu tómötunum blandað saman við og að lokum er öllu þessu blandað við pastað
Nauðsynlegt að setja smá soð af tómötum sem kemur úr fatinu saman við
Sáldra Parmesan osti og setja steinselju yfir réttinn
Pipra að vild

Frjálst drykkjarval!

Kveðja, SBN

Engin ummæli: