föstudagur, febrúar 01, 2008

Hádegisæfing - 1. febrúar

Mættir: Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Már, Björgvin, Anna Dís og Óli.
Það er föstudagur og eins og vanalega þá er farið Freaky Friday nema núna var það með smá krúsidúllum!
Eins og alltaf þegar sólin skín á föstudögum vildi Dagur fara í sýningarferð um bæinn. Stefnan var tekin á Sæbrautina og þegar þangað var komið sendi hann þá sem ekki æfðu gær auka 600m á meðan við hin sem æfðum samviskusamlega í gær stefndum á miðbæinn. Hópurinn sameinaðist við Geirsgötuna. Þá tók Anna Dís við og leiddi hópinn í gegnum bæinn þannig að allt look-aði vel ;o) Þegar við komum að tjörninni við Hljómskálagarðinn þá tók Dagur skyndikönnun á því hverjir hefðu hlaupið Jónas. Þá kom í ljós að aðeins undirritaður og Dagur höfðu reynslu af því. Þannig að Fjölnir fékk þá frábæru hugmynd að taka einn stóran Jónas sem flestir gerðu. Svo var skokkað rólega að HLL þar til ca. 150 m voru eftir þá "gabbaði" Dagur Björgvin í endasprett. Það verður að segjast eins og er að Björgvin er án efa ókrýndur meistari endaspretta hjá FISKOKK.

Sigurgeir

Engin ummæli: