föstudagur, febrúar 01, 2008

Lengra á laugardögum

Þeir sem ekki hafa fengið nóg af trampi á virkum dögum þá er ætlunin að bæta við lengri túrum á laugardagsmorgnum, snemma, 07:15 frá Árbæjarlaug. Förum rólega og byrjum stutt.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með láti vita hér í comment með gsm-númeri. Ætlunin er að nota smáskilaboð til að vekja menn að morgni og athuga stöðuna.

Stefnt er að fyrsta hlaupi í fyrramálið 2. febrúar.

Kveðja,
Dagur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dagur minn,
Láttu mig vita þegar þig eruð komnir upp í 30k. Ég vakna ekki svona snemma fyrir minna en það.
Kveðja, Jens