fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Hádegisæfing - 28. febrúar (Generalprufa)

Mættir: Sveinbjörn, Sigurgeir, Fjölnir, Oddgeir og Dagur. Þjálfarinn gaf út í byrjun vikunar að í dag væri ASCA-hringurinn tekinn til að sjá hvar menn standa og til að fínpússa leikáætlun fyrir 6. mars n.k. Það er greinilegt á mætingunni að ekki voru allir tilbúnir að leggja spilin á borðið og slepptu því að mæta! Við sem mættum tókum létta upphitun áður en ráðist var í tvo ASCA-hringi. Ekki verða gefnir upp tímar hjá okkur né hvort menn gáfu sig 100% í þetta hlaup en það er alveg ljóst að við sem mættum í dag gerum harða atlögu að efstu sætunum á úrtökumótinu í næstu viku. Æfingin í dag endaði í 7 km.

Minni á æfingu hjá Stefáni kl. 17:15 í dag.

Sigurgeir

2 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Átti ekki heimangengt en fór 7 í afleitu færi í Elliðaárdal. hefði þurft 42" og þrefalda spólvörn!
Kv. Sigrún

Nafnlaus sagði...

Ég er óhræddur að gefa mína tíma upp, 7:50 á fyrri hring og 7:53 á seinni. Töluvert hægar en í úrtökumótinu í fyrra (avg. 7:10 á hring) en nú var færið töluvert þyngra í dag.

Annars rakst ég á Bluebird Cargo Baldur og hann gerir ráð fyrir að mæta á fimmtudaginn, einnig er Tómas Ingason Disney hlaupari líklegur til að gera tilkall til sætis í liðinu.

Kveðja,
Dagur