Mættir í dag í blíðskaparveðri en lélegu færi: Stefán Viðar, Dagur, Hössi, Björgvin (bráðum kallaður Bjöggi), og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar.
Fórum Hofsvallagötuna á þægilegum hraða, samt ekki hægt, enda bara 2 stillingar í boði, þ.e. hratt eða rosa hratt. Björgvin var sendur í vinstri beygju á stefnu inn Suðurgötuna en við hin tókum "go around" inn Hofsvallagötuna. Dagur og Stefán héldu sig fremst og voru á eintali, enda sjaldan sem þjálfarinn fær einhvern annan en sjálfan sig til skrafs á æfingunum. Tel nokkuð öruggt að þeir hafi skipst á nokkrum góðum uppskriftum fyrir helgarmatinn. Við Hössi, sem tökum æfingarnar af fullri alvöru, ræddum bara hlaup allan tímann. Mikilvægi rólegu daganna og að ekki væri gott að hafa margar erfiðar æfingar í viku. Hm.....
Æfingin endaði í 8,6 K og þrátt fyrir að slegið hafi mikinn ótta að Bjögga, þurfti hann ekki að þola það í dag að við færum framúr honum. Hann gat því gengið sæll og glaður til búningsherbergja.
Góða helgi!
Kv. Sigrún
Mental note: Joan Benoit Samuelson On Running
January 26, 2008
Running is 80 percent mental.–Joan Benoit Samuelson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli