mánudagur, febrúar 18, 2008

Powerade Vetrarhlaupið - Febrúar úrslit

Einungis þrír úr klúbbnum mættu að þessu sinni

46:51 Jens Bjarnason
47:23 Guðni Ingólfsson
49:19 Sigrún Birna Norðfjörð

Einnig hljóp Höskuldur Ólafsson á 43:32, hans fjórða hlaup í vetur og jafnframt besti tíminn.

Jens bætir sig enn frá 47:26 í janúar. Sigrún varð fyrst í sínum aldursflokki eins og endranær og hefur þegar tryggt sér sigurinn í aldursflokknum. Guðni var hér að hlaupa sitt 33. Vetrarhlaup og þrátt fyrir að tíminn sé ekki uppá marga fiska á hann mikið inni ennþá, Jens er skammt undan og það hlýtur að vera markmið að ná honum.

Kveðja, Dagur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrst að ég er orðinn umfjöllunarefni þá get ég upplýst það að af 30 tímum sem ég fann hjá mér þá er þessi nr. 24, ca 2 mín frá meðaltímanum úr þessum hlaupum.

Guðni