mánudagur, febrúar 18, 2008

Hádegisæfing 18. febrúar

Mættir í dag í afbragðsveðri:
Ingunn (fór í skóginn), Höskuldur, Már, Guðni, Dagur, Óli, Björgvin, Sigrún og Jói. Einnig mætti Sveinbjörn en ekki er ljóst hvert hann hljóp.
Guðni og Jói hittust á leiðinni og fóru saman Suðurgötuhringinn (Jói er semsagt hættur á séræfingum). Við hin fórum á meðaltempói Hofsvallagötu rangsæla og hentum Björgvini Suðurgötuna. Héldum áfram að Hofsvallagötu með hraðaaukningu í 1km (4.15 avg.). Yfirmaðurinn vildi meira og fór Kaplaskjólið en við hin 4 fórum okkar hring. Fljótlega hvarf Óli eins og blettatígur út í buskann en Már gaf líka í (sást þó betur, var í gulu). Prúða fólkið, Hössi og Sigrún héldu rólegu tempói tilbaka og fljótlega heyrðist hvinur í bak, en þar var kominn á blússandi siglingu yfirmaðurinn Dagur. Vorum samferða heim en í teygjum var fjallað um það að er Björgvin skynjaði Óla í bak gaf hann allt í botn, svo minnstu munaði að för kæmu í malbikið. Óli sá bara reyk og átti ekki séns. Það er því ljóst að ASCA liðar verða að gyrða í brók, ætli þeir að halda sínu sæti í liðinu. A.m.k. í karlaflokki.

Fín æfing en gæðin verða á morgun.

Kv. Sigrún

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einnig sást til Björns úr þjónustudeildinni. Þannig hlupu 11 í dag. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir verið á hádegisæfingu.

Brekkuhlaup á morgun.

Kveðja,
Dagur

Nafnlaus sagði...

Til að bæta við þetta þá hljóp ég 8,5 km kl. 11...aðeins á undan ykkur ;o)
Kv. Sigurgeir

Icelandair Athletics Club sagði...

Flott. Sigurgeir, segðu spúsu þinni að keyra allt í botn núna. Okkar lið mun ekki skarta flaggskipinu frá í fyrra í kvennaflokki.
Bkv. Sigrún

Nafnlaus sagði...

Aftur verður að leiðrétta aðalritarann. Hópurinn fór sannarlega RÉTTSÆLIS hring (nema ég). Sá hringur kallast í daglegu tali "Öfug Hofsavallagata". OK?

Guðni

Icelandair Athletics Club sagði...

Ég á ekki eftir að ná þessu... Hef ekki nægilega brenglaða hugsun í þetta!
Kv. S