föstudagur, febrúar 15, 2008

Upplýsingar um MÍ öldunga

Meistaramót Íslands innanhúss öldunga er næsta laugardag og sunnudag. Gæti verið gaman að taka þátt, sérstaklega fyrir ykkur sem hafið verið að prófa að hlaupa á brautinni inni. Þetta er mjög afslappað mót. Settur tímaseðill sem samt er bara til viðmiðunar því margir keppa í öllum greinum og þá hefst ein er annari lýkur. Ég reikna með að þið myndu þá hafa mestan hug á 800 sem er á laugardag eða 3000 sem er á sunnudag. Ef þið takið 800 er bara að færa löngu æfinguna yfir á sunnudag. Ég held að Hafsteinn sé eini í hópnum sem skráði sig á Norðurlandamótið inni sem er síðan hálfum mánuði seinna. ÍR sér um mótið og ef einhver er tilbúinn til að starfa við mótið þá er Remi sem sum ykkar þekkja mótsstjóri og tekur við starfsmönnum á þetta netfang: vallarbraut7@simnet.isHér eru frekari upplýsingar og á meðfylgjandi skjölum.1. Aldursflokkar: Konur: 30-34, 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri Karlar: 35-39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64, 65-69, 70 ára og eldri Miðað er við almanaksárið sem keppandi nær viðkomandi aldri. Þannig eru yngstu keppendur í kvennaflokki fæddir 1978 og í karlaflokki 1973.3. Skráningar: Skráningar fara fram á mótsstað báða dagana og hefst 30 mínútum áður en keppni hefst.Kveðja, Gunnar Páll

Engin ummæli: