föstudagur, febrúar 15, 2008

Hádegisæfing 15. febrúar

Í frábæru veðri beið ég vongóð eftir æfingafélögunum en þeir komu ekki. Rakst þó á Ingunni sem fór sér. Ætlaði mér að taka brekkuspretti í skóginum en ótrúlegt svell hindraði för. Hitaði upp í 5 mínútur á svellbunkunum og hugsaði um skemmtilegt Powerade hlaupið í gær. Ákvað síðan að taka nýja æfingu, 6X6 á sléttu. Fór á stíginn fyrir neðan Öskjuhlíð og tók töluverða hraðaaukningu (75%) milli 6 staura á stígnum. Sneri síðan við og skokkaði á fyrsta staur og gerði þetta 6 sinnum. Skokkaði síðan heim á hótel og hugsaði með mér að Björgvin hefði eflaust fílað þessa æfingu. Ákvað að þetta væri fín æfing fyrir mig því í gær endaði endaspretturinn minn nærri því inni í sendibíl við markið, svo mikill var hraðinn. Tvo karlmenn þurfti til að afstýra stórslysi.

Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: