Mættum fersk við Árbæjarlaug kl. 08:00 og ákváðum að fara í Hvarf (semsagt hlaupa í því hverfi) og fara kringum Elliðavatn. Það voru: Guðni, Hössi, Dagur, Anna Dís og Sigrún. Veður var mjög gott, snjóföl yfir og stillt. Vorum á ágætis ferð eða ca. avg. 5.20 (+/-) og fórum 13.6K og tíminn var u.þ.b. 1.16 klst. ef ég tók rétt eftir. Kaloríubrennsla var nokkur og áttum við því fyllilega skilið að rífa í okkur páskaeggjaleifarnar eftir hlaup. Ræddum aðeins nafngiftir, hvort þær muni fylgja manni áfram, en ekkert er öruggt í þeim efnum og menn geta fengið nýtt viðurnefni fyrirvaralaust. Sérstaklega ef menn mæta ekki, þá er hætt við að menn verði kallaðir "drop-outer", "quitter" eða eitthvað enn verra. Stripperinn hefur ekki slegið lokatóninn í þeirri fúkyrðamelódíu.
Strákarnir virtust vera ánægðir með stíginn kringum vatnið en mér fannst hann heldur mjúkur fyrir minn smekk, er vön harðara viðnámi. Veit þó ekki með Önnu Dís. Fín æfing samt og rétt passaði því þegar ég kom heim var ég kölluð út, vegna fjölda áskorana, til að sækja fótboltabullur til Manchester. Ég er einmitt sérstaklega hrifin af þeim! ;)
Kv. Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli