þriðjudagur, mars 25, 2008

Þriðjudagur 25. mars

Mætt: Dagur, Höskuldur, Guðni, Sveinbjörn, Sigurgeir, Björgvin, Bryndís, Óli og Anna Dís.
Svo mikið lá Degi á að halda tímaáætlun, enda framundan löng æfing, að hópurinn splittaðist. Ekkert hefur spurst til Óla og Bryndísar frá því rúmlega tólf á hádegi. Leiðin lá á fæti frá HL að Háskólanum meðfram Aðalbyggingunni, yfir Suðurgötu, framhjá Sögu og þaðan rakleiðis út að Hagkaupum á Nesinu. Hópurinn skiptist í rangsælis og réttsælis hring ca 2 K frá horninu þar sem Bónus er eða var og þar á undan fiskverkun. Nokkur umræða var um hvor hringurinn er léttari. Sveinbjörn og Björgvin óku að Hótel Sögu og tóku á sprett inn í æfinguna þaðan. Undirrituð fékk ferð til baka að HL með þessum höfðingjum í nýjum glæsilegum bíl Sveinbjarnar.
Anna Dís

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Okkur Óla leist ekkert á blikuna er við heyrðum að ferðinni væri heitið að Valhúsahæð og eitthvað ætti að djöflast þar OG SVO hlaupa til baka "against the wind"(Bob Seeker) Við sáum þann kost vænstan að lumma okkur niður Hofsvallagötu og svo stíginn "heim" og fannst okkur það alveg nógu erfitt. Hehe.

Bryndís.