Í frábæru veðri mættum við til að taka rólega daginn, enda síðasta Powerade á morgun. Sveinbjörn fór á eigin vegum en Oddgeir, Hjörvar, Guðni, Dagur og Sigrún fóru skógræktarhringinn á frekar þægilegum hraða. Var haft á orði hversu diplómatísk vinnubrögð voru viðhöfð við val ASCA-hópsins og mikill hugur í mönnum um að standa sig við æfingar. Allir ASCA farar eru því eindregið hvattir til að sýna hvað í þeim býr í Powerade hlaupinu á morgun og fjölmenna. Þar gæti skilið á milli feigs og ófeigs.
Kveðja, Sigrún
2 ummæli:
Mætir frúin á hlírabol í hlaupið á morgun til að vera í stíl við frænda sinn?? Kv,nafna þín:-)
Á morgun verð ég óþekkjanleg vegna búnings!
Frændi verður á haldaranum:). Passaðu þig bara...
Kv. Frúin
Skrifa ummæli