þriðjudagur, mars 18, 2008

Hádegisæfing 18. mars

Áður fyrr biðu menn eftir Húsinu á Sléttunni eða Derrick en nú er beðið með óþreyju eftir gereyðingarþríleiknum: The Beach Terminator. Í dag var fyrsti þáttur seríunnar og í fallegu veðri mættu: Sigurgeir, Fjölnir, Dagur, Höskuldur, Óli, Björgvin, Bryndís, Sveinbjörn og Sigrún. Jói var einnig á hlaupum. Hlupum með öndina á hálsinum út með ströndinni í vesturátt í upphitun. Söfnuðumst saman og áttum að taka 2 frekar langa spretti (450 og 630 m) með smá hvíld á milli. Eftir það skokk út að "hvíta húsinu" á Ægisíðu og þar snúið við til að taka tempóhlaup tilbaka út að "kafara" í Nauthólsvík(tæpir 3 km). Eftir það skokkað heim á Hótel. Þetta var æfing sem tók vel á og menn áttu að finna smjörþefinn af keppninni sem framundan er.

Frábært veður og fransbrauð í fótum. :)

Kv. Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð að gera góða hluti þarna hinu megin :O)
Kv. Rauðavatns - Ása ( öðru nafni unglingurinn)