Hvar ertu nú?
Mættar voru í dag í köldu veðri og smá strekkingi 5 ferskar fjallageitur: Fjölnir, Sigurgeir, Höskuldur, Oddgeir og Sigrún. Ekkert bólaði hinsvegar á skipstjóranum og því spyrjum við: "Hvar ertu nú?"-Hefði nú ekki verið sniðugra fyrir þig að fá far í "Oldsmobílnum Ungverjans" í gær?
Anyways... hlupum Hofsvallagötuhringinn á ca. 5 tempói sem gera 8,6K á 43 mínútum. Ljóst er að enginn af þessum sem mættu verður kallaður drop-out að viðurnefni en hinsvegar eru tveir þrautreyndir í mikilli hættu í þeim efnum.
Kveðja, Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli