"Freaky recovery Friday" í dag. Mættir voru í eftirkeppnihlaup í dag: Dagur, Fjölnir, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Fórum Suðurgötuhringinn á venjulegum hraða með viðkomu í Háskóla Íslands, mötuneyti. Héldum síðan áfram hefðbundna leið á átt að Loftleiðum. Veður var blítt og fagurt og fannhvítir fjallanna tindar. Leiðinlegt þótti mér þó að hlaupa í slettunum af undanförunum, kólnaði um loppurnar við það. Mál manna var að allir hefðu staðið sig með prýði í gær og að stjórnin ætti fyrir höndum erfitt verk með liðskipan karla. Niðurstöðu er að vænta eftir helgi. Hittum síðan Ingunni eftir æfinguna og hafði hún verið á hlaupum.
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli