mánudagur, apríl 14, 2008

ASCA Róm

ASCA cross country var hlaupið í Róm við ágætar aðstæður í góðu veðri. Kvennaliðið lenti í öðru sæti og karlaliðið í þriðja sæti. Stefán Már þjálfari var í þriðja sæti í karlakeppninni. Liðið unir því sátt og glatt við ferðina og árangurinn.
Nánari upplýsingar um tíma og sæti verða settar hér á síðuna fyrir vikulok sem og myndir frá mótinu.
Minni keppendur á að skila umfram farseðlum til Sveinbjarnar Egilssonar. Það má líka skila þeim í umslag merkt Sveinbirni í afgreiðslu aðalskrifstofu. Keppnistreyjum má skila hreinum og fínum á sama stað. Þeir sem mæta á æfingu á fimmtudag geta skilað treyjum og farseðlum þá.
Góðar stundir,
Anna Dís

4 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Hæ allir Rómarfarar. Takk fyrir frábæra ferð!
Sjáumst á æfingu.
Okkar lið var fallegasta liðið ! Líka þið strákar..
Kv. Sigrún

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra ferð. Það voru sannkölluð forréttindi að fá að vera með ykkur í Róm. Okkur hlakkar til að hitta ykkur á hlaupum næstu daga.

Kv. Sigurgeir & Ása

Unknown sagði...

Hér getið þið séð nokkrar myndir (og skýringartexta):
http://www.flickr.com/photos/jonmimir
Takk fyrir frábæra ferð. Sjáumst.

kv
mímir

HK sagði...

Innilega til hamingju með flottan árangur í Róm.
Kv. Huld