miðvikudagur, apríl 23, 2008

Hádegisæfing 23. apríl

Mættum í dag í góðu veðri: Hössi, Dagur, Fjölnir, Sigrún og Erlendur. Einnig voru seniorarnir Jói og Sveinbjörn á eigin vegum og Ingunn var sér. Sérstaka athygli vöktu yngismeyjarnar Sigurborg og Ásdís frá hótelunum, en þær eru að fikra sig nær og nær hlaupahópnum og eru að sjálfsögðu velkomnar á æfingu með okkur í fyllingu tímans (strax ef vill). Fórum Hofsvallagötuna á rúmlega 5 tempói og hékk Erlendur (aðdáandi hljómsveitarinnar Foreigner) merkilega lengi í rassinum á okkur. Þegar vindurinn skall á okkur á Ægisíðu varð aðeins lengra á milli. Hössi er í lokafasa maraþonsundirbúnings og var búinn með 4 þegar hann hitti okkur, tálgaður að sjá(samt brúnn og sætur líka eftir Karabíska). Við hin vorum bara venjuleg, þó ekki Sigrún, hún hefur enn ekki náð fullum styrk eftir að sjá Lance Armstrong klára Boston maraþonið með stæl.
Fín æfing, alls 8,6K.

Hvetjum alla til að mæta í hádeginu á morgun í sumardagsins fyrsta hlaupið í kringum tjörnina. Byrjar klukkan 12.

Kveðja,
Sigrún

Skráning hér:

Engin ummæli: