þriðjudagur, apríl 22, 2008

Hádegisæfing - 22. apríl

Mættir: Dagur, Jói, Björgvin, Guðni, Fjölnir, Sveinbjörn og Sigurgeir. Farið var í skóginn til að vernda okkur frá rokinu. Boðið var upp á "hub"-sprettir en þeir fara þannig fram að allir hlaupa í röð á eftir þjálfaranum og þegar hann segir hub þá aukum við hraðann þar til hann segir aftur hub. Ég veit ekki hvað allir þessir stígar heita sem við fórum en þeir voru þó nokkrir og suma hef ég aldrei farið áður! Dagur passaði að sjálfsögðu upp á það að við tækjum brekkuspretti og ber ég honum þakkir fyrir það. Ræddum sumarfatnað FISKOKK og þar kom fram að frá og með 1. maí er bannað hlaupa í síðbuxum. Samtals voru þetta 7 km.

Sigurgeir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki má gleyma Tító og æfingunum eftir hlaupið - við verðum köttaðir í rusl áður en langt um líður

Nafnlaus sagði...

Jahá, við ætlum sko ekki að láta einhvern Armstrong frá Boston hnykkla vöðvana og skyggja á okkur FI-skokkara
Svo verðum við líka tanaðir í drasl

Fjölnir