mánudagur, apríl 21, 2008

Hádegisæfing í Boston 21. apríl

Æfingar eiga sér engin landamæri.  Þess vegna mættu Huld, Sigrún og gestahlauparinn Inga Dagmar (pikkuðum hana upp í flugvélinni í gær) á æfingu hér í Boston.  Hlupum þægilega 7K á 40 mín. um hlaupasvæðið hér í Boston.  Veður gott, fer hlýnandi og sólin skín.  Maraþonið er byrjað og við á leið út að borða á Poor House og svo að horfa á hlaupið.  Æðislegt fjör!
Kveðja,  ;)
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært, vildi ég hefði verið með!
Lýsingin á veðri er svolítið önnur en í fyrra! Sá Sigrún mín að nafna þín og vinkona stóð sig með mikilli prýði. Way to go!

Bkv. Bryndís

Nafnlaus sagði...

Ah.. takk fyrir stuðninginn á kantinum. Það var ótrúlega gott að vita af ykkur þarna. Takk fyrir myndirnar - snilld að eiga þetta. Kveðja frá Boston, Nafnan

Icelandair Athletics Club sagði...

Þetta var bara frábært og flott hjá the Icelandic Glennas. Toppurinn var náttúrulega að sjá fyrsta kven- og karlhlauparann koma í mark og svo seinna að vera 3 metrum frá Mr. Armstrong (Livestrong) og hans crew-i að salta 2:50. Strákar, sorrí-hann er ógeðslega flottur! Náði fullt af myndum af honum.
Frábær dagur hjá okkur stelpunum!
Kv. SBN