Mættir á gæðaæfingu dagsins voru: Sigurborg og Ásdís (frá hótelunum), Dagur (frá herbúðunum), Björgvin (umboðsaðili Tito-æfingakerfisins á Íslandi), Huld (úr meistaraflokki), Höskuldur (tilvonandi Köben-fari) og Sigrún (frá bloggarar.is). Einnig var Ingunn léttklædd á hlaupum í skógi.
Lögðum upp frá HLL og hituðum upp í skógi. Vegna fjölda áskorana frá meðlimum hópsins voru teknir brekkusprettir í ASCA brekkunni og rólega niður malbiksmegin. Reyndir tóku 6 en nýir tóku 3, og þótti nóg um. Held samt að ekki hafi tekist að fæla þær burt í þessari atrennu, enda aðal svívirðingameistarinn ekki við! Vonandi koma þær aftur, enda eðal félagsskapur þar á ferð.
Tókum síðan nokkrar góðar Tito æfingar í grasinu undir stjórn umboðsaðilans.
Skemmtileg æfing í rokinu. :)
Kveðja,
Sigrún
3 ummæli:
Ekki má gleyma "Aligator-push-up's" sem kynntar voru í blálokin. Þeir sem ekki mættu geta byrjað að hlakka til þangað til næst (nú eða bara látið sig kvíða fyrir) því með hækkandi sól fer að verða tekið grimmar á fólki í "eftirhlaups-æfingunum".
Umoðsaðilinn.
Má ég benda áhugasömum (SBN og Huld) að kíkja á þessa síðu. blog.central.is/zola
Fórum í sýnisferð í dag og ekki létu téðar yngismeyjar sjá sig, vonandi koma þær aftur en hverfa ekki sjónum eins og svo margir sem hafa komist í kast við okkur. ONLY THE STRONG SURVIVE
BM
Skrifa ummæli