þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hádegisæfing 7. apríl

Mættum í frábæru veðri: Guðni, Oddgeir, Jói, Sveinbjörn, Dagur, Oddgeir, Hjörvar, Sigrugeir og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuna á ágætis tempói en Dagur og Oddgeir fóru Kaplaskjólið. Jói og Sveinbjörn fóru sér og Óli, sem lagði af stað á vitlausum tíma, náði okkur samt í restina, sem og Dagur og Oddgeir. Verið er að fínpússa liðsmenn fyrir ASCA næstu helgi og ýmis plön á lofti, aðallega hjá sumum.
Löng æfing (9,5K ca.)og fækkuðu menn fötum vegna góðviðris. Skemmst er þó frá því að segja að hlaupahjónin S og O lögðust í bælið um miðjan gærdag, með heiftarlega pest. Komum því ekki í bráð.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: