þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hádegisæfing - 8. apríl

Mættir: Dagur, Óli, Jói, Sveinbjörn og Bryndís

Lagt var upp með 800m spretti á brautinni. Joggað út að minnismerkinu um veru breska hersins á Íslandi. Þaðan voru sprettirnir teknir með ströndinni rétt út fyrir kafarann (undan vindi niður slakkann) og síðan tilbaka eftir 60sek hvíld (uppí vindinn upp brekku).
Jói tók 6stk en stytti í 400m, Sveinbjörn tognaði í læri eftir 3 spretti, Bryndís tók 4 spretti og Dagur og Óli tóku 5 spretti (D: 3:01,3:08,2:52,3:01,2:42).
Góð æfing í dýrlegu veðri.

Rólegt á morgun og enn rólegra á fimmtudaginn fyrir þá sem enn eru á klakanum.

God bedring til þeirra sem liggja heima í aumingjaskap.

Herr Dagur

4 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Aumingjarnir biðja fyrir kveðju.
P.S. Þurftum að létta okkur og það gengur vel síælu!
S og O

Nafnlaus sagði...

Cargo-bræður fóru eftir vinnu frá HLL. Tókum gæðaæfingu eins og alltaf á þriðjudögum! Byrjuðum á upphitun að flugbrautarenda. Þá tókum við 4 x 800m spretti og 200m rólegt á milli. Tímar á sprettunum verða ekki gefnir upp fyrr en eftir Róm ;o) Enduðum total í 9,2 km.
Kv. Cargo-bræður

Nafnlaus sagði...

Hey, ég tók líka 5 spretti, þessi síðasti var ekki alveg 800m, það er viðurkennt, en hann hefur verið svona 700m, og hana nú. Segi eins og Cargo bræður, tímar ekki gefnir upp, hehe.

Bryndís

Nafnlaus sagði...

Ég tók 4 x 500 metra útí móum ;o) í blíðskapa veðri.
Stutt æfing = 5.km.
kv. Ása