fimmtudagur, maí 15, 2008

Hádegisæfing 14. maí

Í ógnvænlegri blíðunni í dag var alveg heiftarlega léleg mæting. 12:08 stóð ég einn við "staurinn" á "shortara" að skipan þjálfarans (eftir 1. mai) og hlýrabol. Ef veðrið hefði ekki verið svona gott hefði mér liðið kjánalega þarna einn, en það slapp fyrir horn. Anyways, birtast ekki þrjár drottningar frá Hótelunum, Ágústa and friends og hlupu með mér af stað. Þær fóru öfugan keppnishring en ég straujaði Hofsvallagötuna í blíðunni. Tíminn á því var 42:33. Vona að ég þurfi ekki að hlaupa mikið oftar einn því það er ekki eins mikið stuð og að hafa ykkur geðsjúklingana meðferðis. Reyndar birtist Óli Briem seint og um síðir og hljóp víst líka Hofsvallagötuna en náði okkur ekki fyrr en í sturtu...... Frábært útihlaup í frábæru veðri.
Kv. Steypireyðurinn.

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Mæti á morgun á fríkaða fjádaginn. Vona að sundlaugin verði opin svo hvalavinafélagið geti skolað af sér á eftir.
Kv. SBN