Mætti á æfingu í dag og hitti Sigurgeir sem varð frá að hverfa, vegna lokunar sundlaugarinnar. (better excuse next time...) Ákvað eftir örlitla umhugsun að taka brekkur eins og lög gera ráð fyrir á fimmtudegi. Hitaði upp 1K og lét mig síðan hafa það að taka ASCA-brekkuna 6 sinnum í beit (í huganum nennti ég bara í 4). Síðasta var nokkuð lúin en ég gaf mér tímamörk sem stóðust allar 6, eða 1:28-1:30 hver. Nokkuð margir karlkyns voru í bílum sínum að "chilla" í skóginum og setti þetta nokkuð óstuð á æfinguna sem annars var hin skemmtilegasta í frábæru veðri. Niðurskokk í skógi og heim að hóteli.
Alls 6,2K
Kveðja,
Sigrún
2 ummæli:
Ég hef aldrei "chillað" í Öskjuhlíðinni...og mun aldrei gera! Ég hef vanið mig á það að "taka vel á'ðí" ef ég er á ferðinni þar hehehehe.
Kv. Steypireyðurinn
Frábið mér frekari skyggnilýsingar af því... Jæks!
SBN
Skrifa ummæli