þriðjudagur, maí 27, 2008

Hádegisæfing 27. maí

Mættum í dag: Bryndís, Dagur, Guðni, Óli og Sigrún. Sveinbjörn var á eigin vegum.
Fórum í Fossvoginn og stoppuðum hjá Fossvogsskóla til að taka tempóhlaup tilbaka, að kirkjugarði. Byrjuðum ég og Bryndís og eftir 40 sek. fóru hýenurnar af stað. Markmiðið var að koma öll á sama tíma að boganum við kirkjugarðinn. Sama hvað hýenum kann að finnast um okkur þá var algert vanmat í gangi því þeir náðu okkur ekki, að sjálfsögðu. Skokkuðum síðan heim á hótel í súperfínu veðri. (vegalengd tempóhlaups ca 2,66).
Æfingin var hin besta og umræðan snerist um Leoncie og nýja myndbandið hennar. Ekki tókst að finna það að sinni en í staðinn er hér óskalag fyrir félagsmann, Óla Briem, fyrrverandi bæjarritara Kópavogsbæjar.
Alls 8K
Kveðja, Sigrún

Ást á pöbbnum

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, já, stundum verða síðastir fyrstir, það stendur í biblíunni og sannaðist á okkur í dag. Hehehe.

Bryndís

Nafnlaus sagði...

Forgjöfin var 3x40sec. við vanreiknuðum vegalengdina. Reiknuðum 40sec. per km sem hefði þá átt að vera 2,66x40sec.

Okkar mistök og fyrir það fáum við að líða.

Kv. Dagur

Icelandair Athletics Club sagði...

Só... þið töpuðuð samt! :)
Aðalritarinn

Nafnlaus sagði...

Vinsamlegast ekki vera tengja Leoncie við Kópavog! Það er gott að búa í Kópavogi ;o)

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Talandi um Leoncie, við erum saman í tískulögguklúbb Kópavogs og nágrennis. Kíkið á linkinn.
kv.
B. Bjútí
http://www.dv.is/frettir/lesa/9334

Nafnlaus sagði...

Sigrún, takk fyrir Leoncie framtakið. Ég hef leitað víða að Kópavogslaginu hennar og loks get ég spilað það að vild. Ég hef nefiega verið aðdáandi Leoncie frá 1983 þegar ég sá hana fyrst en þá tróð hún upp, nokkuð léttklædd á skemmtistaðnum Kópnum við Nýbýlaveg, þá hét sjóvið Indverska prinsessan dansar fyrir landann, þetta var áður en hún uppgötvaði sönghæfileikana!

Icelandair Athletics Club sagði...

Já ekkert að þakka. Við í stjórninni reynum eftir megni að mæta þörfum félagsmanna hverjar sem þær kunna að vera.
Ekkert við því að gera er menn hrífast af furðuskepnum!
Kv. Aðal