HVAR ERU ALLIR?
Þetta var 5 æfingin af síðustu 8 sem ég er EINN!
Annað hvort er ég svona leiðinlegur að æfingatíma hefur verið breytt og gleymst að láta mig vita, eða þá að allir eru í fríi. Ég kýs að trúa hinu seinna þar til annað kemur í ljós.
Anyway, þar sem "Bjútí" nafni hefur verið klínt á mig þá hljóp ég náttúrulega "öfuga" Hofsvallagötu (fyrst út í Nauthól og heim framhjá Valsheimilinu). Þetta skeiðaði ég í helv....rokinu á 41:28, eða 4:49 í tempó. Var bara ánægður með það eftir ólifnað helgarinnar.
Ég hafði nógann tíma til að hugsa á leiðinni því að ég hafði engann til að TALA VIÐ.
Þá kom þetta.
Einn ég skeiðaði einmana og sár,
með örsmáa áverk' á hjarta.
Í mótvindi einstaka myndaðis tár,
ég magnvana verð bar' að kvarta.
Sign.
"Bjútíið"
1 ummæli:
Magnvana skeiðar í mótvindi- seinn
mundu eitt "bjútí" minn breiður.
Að einmana aldreigi, verðurðu einn
ef sest hjá þér steypi-reiður.
Höf. NN
Kv. Aðalritarinn
Skrifa ummæli