Mættir í refsingar dagsins:
Dagur, Bjöggi, Oddgeir og Sigrún.
Frábært veður og viðraði vel til loftárása. Fórum frá hóteli á þéttu tempói út á Eiðistorg og þar var skipt upp í diskó og metal. Diskógengið fór erfiðari leiðina (brekkuhringinn) en metallinn fór upp hinum megin, með 30 sek í forgjöf. Þessi hringur er ca. 1,8K og áttum við að sameinast aftur á upphafspunktinn, þið þekkið þetta. Mætti Degi og Oddgeiri í brekkunni, þeir á uppleið en ég niður. Bjöggi kom skömmu síðar. Spændi síðan flata kaflann eins og pumpan leyfði og horfði á þá diskógæja bíða eftir mér þar. Bjöggi kom svo skömmu síðar en hann er enn að vinna upp tímamismun frá París. Þær frönsku gengu líka alveg frá honum bæði í mat og drykk og murkuðu síðan lífið úr honum í einum af fjölmörgu tröppum Parísarborgar.
Æfingin í dag tók vel á en var í boði Hjartaverndar.
Alls 10,4K (pungsveittir)
Kv. Sigrún
1 ummæli:
JESÚS minn almáttugur. 2 vikna frí, rauðvín og "fois gras" í Frakklandi, 40 ára gamlar konur, tröppur (stairway to heaven, að því er virtist), 30°C hiti og koldíoxíð í bland voru ekki að gera góða hluti fyrir kallinn, svona í beinu framhaldi af hor-hlöðnu lungnakvefi. Að mæta á 2 degi eftir frí í REFSINGAR æfingu hjá Degi var bara of mikið fyrir Garðabæjar-grenjuskjóðuna (mig) í dag. Til marks um þreytuna eftir hlaupin í dag, þurfti ég að styðja mig við skilrúmin í sturtklefanum bara til að halda jafnvægi........ ég hvíli mína tösku. Kv. Bjöggi (not so) Bjútí.
Skrifa ummæli