Mættir: Dagur, Björgvin, Oddgeir og Sigurgeir.
Í dag var boðið upp á leikinn "kötturinn og músin". Dagur og Oddgeir fór Hofsvallagötu og Björgvin fór Suðurgötuna og eins allir vita þá er þetta keppni að kafaraskúrnum. Undirritaður mætti of seint og ákv. því að fara á móti þeim og snéri við þegar ég mætti Oddgeiri. Þeir sem hraðast fóru náðu niður á 3:38 tempó og total var þetta ca. 4 km á tempó. Þegar búið var að elta uppi bráðina var ákv. að láta nú loks verða að því að fara í sjósund eins og er búið að vera tala um hérna á síðunni. Þannig að fjórir gullfallegir karlmenn klæddu sig úr (hér er í lagi að láta hugann reika og velta fyrir sér...voru þeir naktir???) og skelltu sér til sunds í sjónum sem var +12,6 gráður. Í dag var árlega grillið fyrir starfsfólk á planinu við HLL og þurftu því sumir að labba í gegnum freistingarnar og passa sig að falla ekki. Dagur var að sjálfsögðu tilbúinn með svar ef hann yrði spurður af hverju hann ætlar að fara hlaupa í staðin fyrir að koma í grillið:
"Líkami minn er musteri og það vil ég ekki saurga með holdi dauðra dýra ... nýlagaðri sveppasósu, ljúffengu salati og brakandi bakaðri kartöflu með bræddu kryddsmjöri."
Niðurstaðan: skemmtileg æfing sem verður endurtekin fljótlega.
Kv. Sigurgeir
Í dag var boðið upp á leikinn "kötturinn og músin". Dagur og Oddgeir fór Hofsvallagötu og Björgvin fór Suðurgötuna og eins allir vita þá er þetta keppni að kafaraskúrnum. Undirritaður mætti of seint og ákv. því að fara á móti þeim og snéri við þegar ég mætti Oddgeiri. Þeir sem hraðast fóru náðu niður á 3:38 tempó og total var þetta ca. 4 km á tempó. Þegar búið var að elta uppi bráðina var ákv. að láta nú loks verða að því að fara í sjósund eins og er búið að vera tala um hérna á síðunni. Þannig að fjórir gullfallegir karlmenn klæddu sig úr (hér er í lagi að láta hugann reika og velta fyrir sér...voru þeir naktir???) og skelltu sér til sunds í sjónum sem var +12,6 gráður. Í dag var árlega grillið fyrir starfsfólk á planinu við HLL og þurftu því sumir að labba í gegnum freistingarnar og passa sig að falla ekki. Dagur var að sjálfsögðu tilbúinn með svar ef hann yrði spurður af hverju hann ætlar að fara hlaupa í staðin fyrir að koma í grillið:
"Líkami minn er musteri og það vil ég ekki saurga með holdi dauðra dýra ... nýlagaðri sveppasósu, ljúffengu salati og brakandi bakaðri kartöflu með bræddu kryddsmjöri."
Niðurstaðan: skemmtileg æfing sem verður endurtekin fljótlega.
Kv. Sigurgeir
1 ummæli:
Gott að það sést ekki á myndinni að þið eruð allir búnir að pissa í sjó... buxurnar.
Kv. SBN
Skrifa ummæli