föstudagur, ágúst 15, 2008

Freaky Friday

Góð mæting í dag: Dagur, Oddgeir, Bjöggi, Ársæll, Hannes (special appearance), Sigurborg, Sveinbjörn og Sigrún. Stalla Sigurborgar, Ásdís, ætlaði að hlaupa en gerð var krafa um að hún færi buxnalaus sem henni hugnaðist ekki (skil ekkert í því), og féll því hennar þátttaka niður að sinni.
Oddgeir og Dagur fóru Hofsvallagötu á skriði, Sigrún og Bjöggi fóru Suðurgötuna á jöfnu "hjónatempói", Sveinbjörn var í 500m sprettum en restin fór flugvallarhringinn, með smá tvisti. Sérstaka athygli vakti búnaður Sveinbjörns, en hann bar sérstaka"hulsu" á fæti og velta menn því fyrir sér hvort hún sé notuð í vafasömum tilgangi. Einnig er ábending frá þjálfara um að félagar taki sig nú taki og "hristi" vitleysuna úr hausnum á sér fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Hvernig menn gera það er þó þeirra einkamál, aðalatriðið er að losna við innri röddina sem heldur aftur af árangri.
Capice? (Italian for "do you understand"?)

Helgarstuðkveðja,
Sigrún

Engin ummæli: