föstudagur, ágúst 15, 2008

Málfarshornið


Komið hefur að máli við mig ungur maður, danskættaður dreifbýlingur með fyrirspurn um titil miðvikudagsæfinganna. Ákveðið hefur verið að þær æfingar verði framvegis nefndar "No whining Wednesday" sökum mikils kvarts og kveins í félagsmönnum, en á þeim æfingum er gersamlega tekið fyrir allt slíkt. Aðeins er leyfilegt að mæta, hlýða og framkvæma. Jafnvel brosa, ef svo ber undir. Til að fyrirbyggja misskilning er notuð -ing ending sagnarinnar "to whine" í stað "No whine Wednesday" því í framburði þess síðarnefnda gæti fólk haldið að um væri að ræða "No wine Wednesday", en svo er ekki.

Þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir.
Málfarsráðunautur FI-SKOKK



Engin ummæli: