Fimm hlauparar mættir. Ákveðið að skipta frekar eftir aldri heldur en hárlit, þannig að Sveinbjörn og Ársæll (eldri hópurinn) fór sína leið en Björgvin, Óli og Guðni (yngri hópurinn) fór í bæjarferð. Björgvin var útnefndur foringi dagsins (til reynslu).
Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að hádegishlaupahópurinn síðustu vikur er meira og minna kvenmannslaus, þrátt fyrir (eða vegna þess að) karlarnir séu alltaf að verða léttklæddari.
Guðni
1 ummæli:
Gott að einhver stakk á kýlinu. Hef ekki getað mætt á æfingarnar ykkar vegna ofanbrókarnektar sem særir alla blygðunarkennd hjá heilvita konu. Þið verðið að reyna að hafa hemil á þessu!
Kv. SBN
Skrifa ummæli