Mæting: Dagur, Bjöggi, Óli, Sigurgeir, Sveinbjörn, Kalli (nýr) og tvær stúlkur sem ég veit ekki hvað heita.
Sveinbjörn fór á séræfingu og stúlkurnar ónefndu fóru að ég held skógræktarhringinn.
Restinn hitaði upp í ca. 2 km í átt að Fossvogsdalnum. Þá tóku við 4 x 800 m sprettir þar sem þjálfarinn fór fram á að allir væru undir 3:45. Það tókst flestum ef ekki öllum að vera undir þessum tíma og gott betur. Sumir voru undir 3:00 og aðrir rétt fyrir ofan. Á heimleið var smá óvæntur glaðningur og var þá ASCA brekkan tekin frá upphafi til enda en ekki hraðar en síðast maður sem var nú samt nokkuð hratt. Að lokum var haldið heim á leið á rólegu tempó.
Atvik dagsins er án efa þegar nýliðinn Kalli fór beint í sturtuna sem er merkt þjálfaranum og engin hefur þorað að nota ekki einu sinni þó þjálfarinn er ekki á æfingu!
Sigurgeir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli