föstudagur, ágúst 08, 2008

Hádegisæfing 8. ágúst

Mæting: Sigurgeir, Dagur, Björgvin, Sveinbjörn, Óli og Bryndís.
Það er föstudagur og fínt veður = miðbæjarúntur. Sveinbjörn hélt sig við sitt prógram.
Þeir sem hafa mætt á föstudögum í góðu veðri þekkja leiðina og því óþarfi að telja hana upp. Að sjálfsögðu voru Ólympíuleikarnir ræddir og erum við núna formlega hætt að æfa fyrir Ólympíuleikana. Það komu upp hugmyndir um að við myndum reyna við tímana í 10 km daginn eftir að þeir fara fram á Ólympíuleikunum eða hlaupum jafn lengi og besti tíminn verður og sjáum hvað við náum langt, útfærum þetta betur í næstu viku. 10 km kvenna fer fram fös. 15. ágúst og karla sun. 17. ágúst, þannig að það er við hæfi að við tökum okkar hlaup mánudaginn 18. ágúst ;o)
Annars bara nokkuð gott hlaup í dag, ca. 8 km.

Sigurgeir

Engin ummæli: