Mæting: Sigurgeir, Guðni, Björgvin, Sveinbjörn, Kalli, Ársæll, Óli og Dagur. Þegar við vorum að mæta sáum við Bryndísi sem var búin með æfingu dagsins.
Hópurinn skiptist í þrennt: Sveinbjörn, Kalli og Ársæll fóru flugvallahringinn - Sigurgeir, Guðni og Björgvin fóru Hofsvallagötu - Dagur og Óli fóru Kaplaskjólið. Það var brakandi blíða og mátti sjá marga úr hópnum í dag hálf nakta á hlaupum...sex appeal-ið lak af okkur ;o) Á leiðinni varð hópurinn sem fór Hofsvallagötu var við furðulegt par sem faldi sig bakvið vegg á Ægisíðunni, þegar betur var að gáð reyndist þetta vera ritari FISKOKK og eiginmaður hennar! Þau hafa sjálfsagt verið að halda upp á daginn.
Kæri ritari FISKOKK...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ;o)
Sigurgeir
1 ummæli:
Takk fyrir. Var í óvissuferð með O.
Kv. Sigrún
Skrifa ummæli