Mæting: Guðnir, Óli, Dagur, Sigurgeir, Ársæll, Hössi. Einnig sást Andrés á hlaupum, vitu ekki hvert hann fór. Ársæll fór flugvallahringinn með stæl, ætluðum að ná honum en sáum hann aldrei. Restin af hópnum fór Kaplaskjólið, hálf naktir að sjálfsögðu. Í dag tók formlega gildi æfingaform sem verður framvegis á miðvikudögum og það er kallað "No whining Wednesday". Þá ákveður þjálfarinn hvernig æfing verður og það eina sem má spurja er hversu langt og hversu hratt eigum við að hlaupa! Það má ekki heyrast orð eins og erfitt, úff eða í þá áttina. Í dag var boðið upp á tempó-hlaup frá Suðurgötunni í gegnum Kaplaskjólið að kafarahúsinu. Þegar komið var að dælustöðinni áttu allir að gefa allt sem þeir áttu eftir að kafaranum. Niðurstaðan var frábær æfing ;o)
Ég vil benda kvenfólki FISKOKK á að það er að verða síðasti séns að sjá okkur folana hálf nakta á hlaupum áður en sumarblíðan verður á enda, lofa því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum enda allir tanaðir í drasl.
Sigurgeir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli