miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Hádegisæfing 20. ágúst

Já fínt, já sæll... 3 dagar í þonið og í dag mættu: Ágústa (er að læra nöfnin ennþá), nýr strákur (?), gamall strákur (þýzki djöfullinn sem er danskur), Odd-man, B. Bjútí, Sigurgeir sjaldséði og Sigrún taugabúnt. Farið var á rólegu tempói ca. 5-6K, eftir smekk og bækur bornar saman um hvað væri best að eta og drekka fyrir hlaup. Mismunandi var eftir árgerðum hvað hentar hverjum en meðal tilmæla var:
Borða hollt
Drekka nóg (þó ekki klst. fyrir keppni)
Hvíla sig

Þetta eru klassísku ráðin. Hinsvegar er það ljóst að þó svo að menn séu bræður á æfingu er enginn annars bróðir í leik og viðbúið að eftir laugardaginn líti dagsins ljós a.m.k. einn nýr yfirstrumpur en spyrjum þó að leikslokum með það.

Yfir og út.
Sigrún

P.S. Bjöggi-hættu að hvíla þína tösku.

Engin ummæli: