föstudagur, september 12, 2008

Freaky Friday 12. september

Góð mæting í dag: Á eigin vegum vóru: Ársæll (já fínt, já sæll), Óli (drjóli, alltaf á hjóli), Jói (spói, gamli Nói) og e.t.v. fleiri, sá það ekki nógu vel. Á sýningu vóru: Dagur (vonar ennþá), Guðni (untouchable), Sigurgeir (virtual reality), Fjölnir (traildog), Jón Gunnar (hérinn úr "Sigurgeir í Undralandi") og Sigrún (fulltrúi minnihlutans). Farin var sýningarferð um hlíðar, Nóatún, "Wall Street", Sæbraut, downtown, Fischersund, yfir Miklatún og sem leið lá heim á hótel. Súld var á leiðinni og þótti mönnum það vel. Sumir stefna á Powerade, aðrir á haustmaraþon FM en þó nokkrir eru stefnulaus reköld. Sérstaka athygli vakti að þjálfarinn vildi ekki hlaupa samsíða drengjunum í hópnum inn Austurstræti, heldur hægði á sér til samlætis aðalritara, í von um frægð. Þetta bendir til ótta um hnignandi áhorf en aðalritarinn getur staðfest að viðkomandi nýtur enn aðdáunar, bæði samferðamanna sem og þeirra sem verða á vegi hópsins. Hinsvegar er það ljóst að með nýjum félaga sem ekkert þarf að æfa, hafa aðrir ónefndir félagar hópsins eignast í það minnsta verðugan keppinaut, ef ekki ofjarl.

Alls 7,9K@41.30

Helgarstuðkveðja,
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gamli Nói hvað, kann ekki einu sinni lagið. Rétt skal vera rétt það er svona "Jói spói spýturass rekur við og segir pass". Sigrún ekkert gamli neitt, enda mjög ungur ennþá. kv Jói spói.

Icelandair Athletics Club sagði...

Ok. Point taken. :)
Aðalritarinn

Nafnlaus sagði...

Þar sem enginn af riturum hefur bloggað neitt um gærdaginn þá upplýsist það hérmeð að Dagur, Guðni og undirrituð lögðu af stað í það sem átti að vera róleg æfing upp í Trjárækt, en er við vorum rétt komin upp í Öskjuhlíð birtist Huld og þar með var draumurinn um rólegt úti.Sporið var greikkað og ekki bætti úr skák að þegar Der Trainer komst á snoðir um yngismeyjar sem höfðu lagt af stað á undan okkur gaf hann skógræktina upp á bátinn og hóf að elta þær uppi. Tvær urðu að bráð, en aðrar tvær komust undan.

Æfingin endaði semsagt í öfugum Suðurgötuhring, samtals 8km, og tíminn varð 38,30. Engan veginn rólegt!

BM